*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 9. ágúst 2020 12:53

Eigið fé neikvætt um 2,9 milljarða

Fjárfestingafélag lífeyrissjóða um sólarkísilver tapaði 562 milljónum króna á síðasta ári.

Jóhann Óli Eiðsson

Samlagshlutafélagið Sunnuvellir, sem stofnað var af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum í kringum uppbyggingu kísilverksmiðju Silicor Materials, tapaði 562 milljónum króna á síðasta ári og jókst tapið lítillega milli ára.

Tekjur félagsins voru engar en rekstrargjöld námu rúmum 28 milljónum króna. Fjármagnsgjöld námu aftur á móti 532 milljónum króna. Í ársreikningi eru eignir félagsins metnar á 818 milljónir króna en skuldir eru tæplega 3,8 milljarðar króna. Eigið fé er neikvætt um ríflega 2,9 milljarða króna.

Hætt hefur verið við uppbyggingu umræddrar verksmiðju en stjórnendur félagsins meta það svo að bókfært verð eignarhluta í Silicor Materials Iceland Holding hf. standi undir sér. Enginn starfsmaður er hjá félaginu en Rekstrarfélagið Summa hf. fékk greiddar 10 milljónir króna fyrir stjórnunar- og fjármálalega umsýslu. Í skýrslu stjórnar kemur fram að stjórnarmenn telji félagið rekstrarhæft.