Heildareignir tryggingafélaganna námu 163 milljörðum króna í lok janúar og hækkuðu um 17,7 milljarða á milli mánaða. Útlán og markaðsverðbréf námu 106 milljörðum króna og hækkuðu um 8,3 milljarða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Skuldir tryggingafélaganna námu hins vegar 96 milljörðum króna og hækkuðu um 16,3 milljarða króna. Eigið fé nam 66 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkaði um 1,3 milljarða.

Fram kemur að hækkun á eignum og skuldum tryggingafélaga í janúar megi rekja til útgáfu nýrra tryggingarskírteina um áramót. Við það hækkar vátryggingarskuld tryggingafélaganna og krafa á viðskiptavini myndast á móti.

Þá er tekið fram að tölur fyrir desember - janúar séu bráðabirgðatölur og geti breyst.