*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 19. september 2021 14:05

Eiginfjárhlutfall 8% eftir Covid-árið

Kynnisferðir töpuðu hálfum milljarði í fyrra. Tekjur félagsins helminguðust milli ára og EBITDA rúmlega það.

Ritstjórn
Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða.
Eva Björk Ægisdóttir

Samstæða Kynnisferða tapaði 477 milljónum króna á síðasta ári og tapið ríflega tvöfaldaðist milli ára.

Tekjur voru 4 milljarðar, lækkuðu um 4,3 milljarða, og skrapp EBITDA saman um ríflega helming, nam 474 milljónum samanborið við 1,2 milljarða.

Gjöld voru 7,1 milljarður árið 2019 en voru 3,5 milljarðar í fyrra. Uppsagnar- og tekjufallsstyrkir skiluðu 290 milljónum og þá var hlutaféð aukið 300 milljónir króna.

Félagið vinnur nú að sameiningu við feraðþjónustufélagið Eldey, sem stýrt er af Íslandssjóðum.

Stikkorð: Kynnisferðir