Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lokið athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka, miðað við 30. september 2010. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ákveðin atriði í framkvæmd Arion banka hafi verið aðfinnsluverð. Helstu athugasemdir eru meðal annars þær að eiginfjárhlutfall í árshlutauppgjöri hafi verið metið of hátt og að skráning tryggingagagna vegna lána sem athuguð voru reyndist að hluta til ábótavant.

Í niðurstöðum sem birtar eru á vefsíðu FME segir að framkvæmd Arion banka hafði óveruleg áhrif á eiginfjárhlutfall bankans og því ekki teljandi áhrif fyrir viðskiptamenn, kröfuhafa eða hluthafa bankans. FME fór fram á úrbætur og beindi þeim tilmælum til Arion að yfirfara verkferla við útfyllingu eiginfjárskýrslna og endurskoða lána- og tryggingakerfi bankans.

Niðurstaða athugunar FME .