*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 20. desember 2007 23:20

?Eiginfjárhlutfallið verður að fylgja aldrinum?

Viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann Baugs Group

Ritstjórn

Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali við helgarblað Viðskiptablaðsins sem kemur út á morgun, föstudag. Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum Jón Ásgeir að undanförnu og hann hefur barist af krafti á öllum vígstöðvum, allt frá björgun FL Group til leitar að nýjum tækifærum á tímum kreppu á fjármálamörkuðum. Í viðtalinu talar hann tæpitungulaust um óþægilegar björgunaraðgerðir, einstaka velgengni Iceland-keðjunnar, darraðardans Nyhedsavisen, skattpínda Dani, lærdóm sem draga má af mistökum og hvernig lífi menn vilja lifa eftir að helstu fjárhagslegu markmiðum er náð.

Margt fleira ber á góma í ýtalegu viðtalinu, sem er nú þegar aðgengilegt áskrifendum á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um lykilorð geta gert það með því að senda póst á vb@vb.is.