Eiginfjárstaða heimilanna breyttist mjög lítið á síðasta ári og nam eiginfjárhlutfall íbúðarhúsnæðis um 63% í lok árs. Þetta er einungis örlítil hækkun frá fyrra ári þegar eiginfjárhlutfallið nam 62%.

Svo virðist því sem nýtilkomin lán viðskiptabankanna, sem gera fólki - í fyrsta skipti á Íslandi - kleift að taka eigin fé út úr íbúðarhúsnæði til að fjármagna hvers kyns hluti, hafi ekki leitt til aukinnar lántöku út á íbúðarhúsnæði og þannig verri eiginfjárstöðu heimilanna. Það er þó ljóst að tilkoma lánanna átti mikinn þátt í þeirri fasteignaverðshækkun sem verið hefur að undanförnu og það hefur haft styrkingaráhrif á eiginfjárstöðuna.

@mm:Þessar upplýsingar lesa út úr framtölum einstaklinga á vef Ríkisskattstjóra. Á síðasta ári jukust fasteignir landsmanna um 257 milljarða króna eða 15,4% á meðan skuldir vegna íbúðarkaupa um 12,6% eða 57 milljarða króna. Í árslok námu eignir landsmanna tæpum 2.000 milljörðum króna og þar af voru fasteignir 1.326 milljarðar króna eða rúmlega 70%.

Sjá nánar frétt í Viðskiptablaðinu í dag.