Hluthafafundi Stoða - áður FL Group - var að ljúka fyrir skömmu. Fundurinn var fámennur en hann var lokaður fyrir fjölmiðlum. Á fundinum kom fram að eignir félagsins nema 74 milljörðum króna en skuldir eru 278 milljarðar króna. Eigið fé Stoða er því neikvætt um 214 milljarða króna.

Fundurinn samþykkti að breyta nafni félagsins úr FL Group í Stoðir en ekki hafði verið formlega gengið frá því áður. Á fundinum var kynnt hvernig uppgjöri félasins verður háttað en miðað er við að kröfuhafar taki félagið yfir. Kröfuhafar sem eiga kröfu undir einni milljón króna fá greitt að fullu en aðrir fá 5% af kröfu sinni greidda.

Samþykkt var að færa allt hlutafé félagsins niður. Um leið var samþykkt að auka hlutafé um fjórar milljónir króna og munu kröfuafar þannig eignast félagið. Formlega mun félagið þannig ekki fara í þrot og var kröfuhöfum tjáð af forstjóra félagsins að þannig væri væri hagsmunum þeirra betur borgið.