Sjóvá
Sjóvá
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Eignir íslenskra tryggingafélaga drógust saman um 100 milljónir króna í júnímánuði og stóðu í 146,6 milljörðum króna í lok hans. Eignir þeirra hafa minnkað um tæpa tvo milljarða króna frá janúarlokum. Á sama tíma hafa skuldir þeirra lækkað um rúma tvo milljarða króna.

Þær voru 87,1 milljarður króna í lok júní. Þar af er vátryggingaskuld þeirra 78,7 milljarðar króna, eða um 90% af öllum skuldum tryggingafélaganna. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands um eignir tryggingafélaga sem birtar voru í vikunni.

Eigið fé íslenskra tryggingafélaga er 59,5 milljarðar króna og eiginfjárstaða þeirra hefur ekki verið sterkari frá því á miðju ári 2008.