*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 23. maí 2014 16:02

Eiginkona Sterlings mun selja Clippers

Shelly Sterling hefur tekið yfir hlut Donalds í Los Angeles Clippers.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Eiginkona Donalds Sterling hefur tekið yfir eignarhaldið á Los Angeles Clippers. Þetta fullyrðir heimildarmaður í samtali við ABC fréttastöðina.

Sterling var á dögunum bannað að sækja leiki það sem eftir er ævi hans vegna ummæla sem hann lét falla í einkasamtali um þeldökkt fólk.

ABC segir að Shelly Sterling eigi nú i viðræðum við NBA deildina um að selja liðið aftur.