Stephen Kinnock, eiginmaður danska forsætisráðherrans, Helle Thoring-Schmidt, hefur verið valinn fulltrúi Verkamannaflokksins fyrir Aberavon í Wales í þingkosningum ársins 2015. Kinnock býr og starfar í London, þrátt fyrir að vera giftur Thoring-Schmidt, og starfar fyrir ráðgjafafyrirtækið Xynteo. Guardian greindi frá þessu í gær.

Þótt hjónin viðurkenni að fjölskyldulífið geti verið flókið segjast þau hafa náð að láta það ganga þrátt fyrir fjarlægðina en Kinnock hefur áður starfað í Rússlandi, Sierra Lione og Sviss.