Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í tólf milljónir hluta í Högum, eða sem nemur tæplega 1% af heildarhlutafé. Hlutur Eignabjargs í Högum fer undir 5% við viðskiptin og er nú 4,99%. Eftir viðskiptin á Eignabjarg 60.777.465 hluti.

Tilkynnt var um viðskiptin í flöggun til Kauphallar Íslands. Velta með bréf Haga í Kauphöll í dag nemur um 300 milljónum króna og gengi bréfanna er 18,95 krónur á hlut.