*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 20. september 2019 10:29

Eignalaust þrotabú Nostra

Ekkert fékkst upp í rúmlega 106 milljóna kröfur í þrotabú Nostra veitingahúss ehf. en skiptum búsins lauk fyrir viku.

Ritstjórn
vb.is

Ekkert fékkst upp í rúmlega 106 milljóna kröfur í þrotabú Nostra veitingahúss ehf. en skiptum búsins lauk fyrir viku. Þetta er tilkynnt í Lögbirtingablaðinu í dag.

Staðurinn opnaði á haustmánuðum 2017 á Laugavegi 59 og stefndi hátt. Markmið staðarins var að næla sér í Michelin stjörnu og var vel í lagt. Staðurinn mæltist vel fyrir hjá gagnrýnendum og árið 2018 var hann víða að finna á lista yfir bestu veitingastaði borgarinnar. Hins vegar var skellt í lás í maí á þessu ári eftir að reksturinn fór í þrot.

„Við stefnum að því að vera meðal þeirra bestu í Skandinavíu,“ sagði Hörður Ólafsson, markaðsstjóri Nostra, í samtali við Viðskiptablaðið í júlí árið 2017.