*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 4. maí 2013 08:01

Eignarhald Hraðpeninga á Kýpur

Smálánafyrirtækið Hraðpeningar er í eigu félags á Kýpur. Framkvæmdastjóri félagsins svaraði því ekki hvers vegna eignarhaldið var fært.

Guðni Rúnar Gíslason
Haraldur Guðjónsson

Félagið Jumdon Micro Finance Ltd., sem hefur heimilisfesti á Kýpur, er eini eigandi smálánafyrirtækisins Hraðpeningar ehf. Þetta má sjá í nýbirtum ársreikningi Hraðpeninga fyrir árið 2011. Breyting hefur orðið á eignarhaldinu frá því sem áður var en samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 var eigandinn þá Skorri Rafn Rafnsson.

Óskar Þorgils Stefánsson, framkvæmdastjóri og eini stjórnarmaður Hraðpeninga, hafði ekki svarað spurningum Viðskiptablaðsins um málið þegar blaðið fór í prentun en hann óskaði eftir því að svara fyrirspurnunum skriflega.

„Ég hef ítrekað reynt að ná sambandi við stjórn félagsins á Kýpur til að fá nýjustu hlutaskrá félagsins en án árangurs. Verð í sambandi þegar stjórn félagsins hefur svarað mér,“ sagði Óskar í tölvupósti til Viðskiptablaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.