Viðræður standa yfir milli breskra stjórnvalda og fjárfestingasjóðs frá Abu Dhabi um kaup á stórum hlut í Royal Bank of Scotland. Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt heimildum BBC hafa viðræður staðið yfir í marga mánuði um kaup fjárfestingasjóðs frá Abu Dhabi á stórum hluta af Royal Bank of Scotland en 82% hlutur í bankanum er í eigu breska ríkisins.

Á árunum 2008 og 2009 greiddi breska ríkið 45,5 milljarða fyrir bankann til að bjarga honum frá gjaldþroti en ólíklegt er að svo hátt verði fáist fyrir bankann í dag.