Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling-flugsamsteypunnar, mun auka hlut sinn í Léttkaupum ehf. í 70% á næstu dögum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Viðskiptablaðsins.

Léttkaup reka Europris-matvöruverslanirnar og segja heimildamenn blaðsins að Almar eigi í viðræðum um kaup á 30% hlut Lárusar og Ottós Guðmundssona, sem hættu störfum hjá fyrirtækinu í júní. Almar hyggst fjármagna kaupin með eigin fé og bankalánum. Virði hlutarins hefur ekki verið gefið upp.

Sjá nánar Viðskiptablaðið í dag.