Eignarhaldsfélagið Sund, sem nú heitir Icecapital, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en talið er að kröfuhafar tapi um 30 milljörðum króna, að því er segir í frétt DV í dag.

Þar segir að gjaldþrotið hafi auglýst í Lögbritingablaðinu fyrir helgi. Félagið er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar Jóns Kristjánssonar og dóttur hennar Gabríelu Kristjánsdóttur. Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 milljörðum króna við bankahrunið samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.