Eignasafn Seðlabankans Íslands (ESÍ) hefur ákveðið að fresta tímabundið sölu á verðtryggðum skuldabréfum. Frestunin hefur ekki áhrif á þá áætlun ESÍ að losa skuldabréfin á næstu fimm árum. Ástæðan fyrir þessu er sú að Arion banki, í samráði við Fjármálaeftirlitið, eru að kanna hvort mögulegt reynist að skrá umrædd skuldabréf beint, í samræmi við lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008. Reynist það ófært munu bréfin verða seld eins og stefnt hefur verið að, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Virði eigna ESÍ nam ríflega 295 milljónum króna um síðustu ára. Það sem af er ári hafa skuldarar greitt a.m.k. 20 milljarða króna inn á skuldir sínar. Það er umfram áætlaðar innborganir.