Ákveðið hefur verið að slíta Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. en félagið var stofnað 30. desember 2010 til þess að halda utan um kröfur og eignir sem Seðlabankinn leysti til sín í kjölfar bankahrunsins, þar með talinn danski bankinn FIH.

Voru þeir Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. og Haukur C. Benediktsson kosnir í skilanefnd fyrir félagið á hluthafafundi þess 11. október síðastliðinn. Hefur hún ákveðið að boða til fundar með lánardrottnum og hluthöfum félagsins þann 29. desember 2017, kl. 10:00 á skrifstofu LEX að Borgartúni 26, Reykjavík, til að fjalla um kröfur á hendur félaginu.