Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management er nú í hópi stærstu hluthafa Icelandair Group. Sjóðurinn á því nú um eitt prósents eignarhlut í íslenska flugfélaginu. Þetta kemur fram í frétt DV um málið.

Sjóðurinn ber nafnið Global Macro Portfolio og hefur verið duglegur að fjárfesta í skráðum félögum á Íslandi. Hann er eini erlendi sjóðurinn sem er meðal stærstu fjárfesta í Icelandair Group.

Miðað við núverandi markaðsvirði Icelandair, sem er um 115 milljarðar króna, þá er hægt að áætla að eitt prósent hlutur sjóðsins sé metinn á um 1.150 milljónir íslenskra króna.