FL Group og bandaríska fasteignafélagið Bayrock Group hafa eignast 30% hlut í ?Midtown Miami? fasteignaverkefninu. Verkefnið felst í þróun tæplega 500.000 fermetra landsvæðis í hjarta Miami á Flórída. Á svæðinu verða reist átta háreist íbúðahótel, skrifstofhúsnæði og fjölnota bygging að því er kemur fram í frétt FL Group.

Þegar þróun svæðisins lýkur er gert ráð fyrir að þar muni vera:
? 3.277 leiguíbúðir/herbergi í íbúðahótelum.
? Um 25.000 fermetra verslunarrými
? Tæplega 47.000 fermetra hágæða skrifstofurými


,,Midtown Miami? er á mjög eftirsóknarverðum stað í Miami, meðal annars nálægt vinsælli verslunarmiðstöð sem hýsir margar sérvöruverslanir og veitingastaði.


Áætlað er að það taki þrjú til fjögur ár að ljúka verkefninu. Það er fjármagnað með blöndu af eigin fé og lánum.
Fyrr á þessu ári fjárfesti FL Group í fjórum þróunarverkefnum á vegum Bayrock Group, en þau eru Trump Soho í New York, Trump Lauderdale í Fort Lauderdale, Camelback í Phoenix og Whitestone í New York.

?Við erum afar ánægð með að hafa gengið frá samningi um fyrsta sameiginlega verkefnið með Bayrock Group. ,,Midtown Miami? er spennandi verkefni og í því felst frábært tækifæri fyrir FL Group. Við hlökkum til að kanna frekari fjárfestingarmöguleika í félagi við Bayrock Group, bæði í Bandaríkjunum og annarsstaðar í heiminum þegar tækifæri bjóðast," segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, í tilkynningunni.

?Við erum ánægð með að þetta fyrsta samstarfsverkefni okkar og FL Group sé orðið að veruleika og spennt fyrir því að verða drifkrafturinn að baki stærsta endurnýjunarverkefnis á sviði fasteignaþróunar í suðurhluta Flórída. Við trúum því að verkefnið hafi jákvæð áhrif á nánasta umhverfi og þjóni sem vitnisburður um sameiginlega hugsjón Bayrock Group og FL Group um endurnýjun borgarlandslags," segir Tevfik Arif, stjórnarformaður of Bayrock Group í tilkynningunni.