Breska fjármálaþjónustufyrirtækið Evolution Group hefur samþykkt að kaupa eignastýringarstarfsemi Singer & Friedlander, sem tilheyrir fyrrum samstæðu Kaupþings banka. Upphæð kaupanna er ekki gefin upp.

Samkomulagið var gert milli Evolution og skiptastjóra Kaupþings Singer & Friedlander í gær, sem hefur verið í greiðslustöðvun síðan áttunda október.

Evolution hefur á sinni  könnu verðbréfasvið, fyrirtækjaþjónustu og sjóðastýringu, og segist í tilkynningu í dag vera afar vel fjármagnað.