Eignaverðsvísitala greiningardeildar Kaupþings banka hækkaði um 1,6% í september frá fyrri mánuði.

?Vísitölunni er ætlað að endurspegla eignasafn íslenskra heimila og sýnir verðþróun fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. Á síðustu tólf mánuðum hefur verðmæti eigna heimilanna aukist um 14,9% eða um 6,9% að raunvirði.

Tólf mánaða hækkun vísitölunnar hefur tekið við sér á síðustu tveimur mánuðum eftir að hafa lækkað stanslaust frá byrjun árs og náð lágmarki í júlí þegar hún mældist 10,8%," segir greiningardeild.

?Af einstaka liðum í vísitölunni þá hækkuðu hlutabréf mest í verði eða um 4,5% milli mánaða, þar á eftir hækkaði verð skuldabréfa um 1,3% en fasteignaverð hækkaði minnst eða um 0,7%," segir greiningardeildin.