Eignir innlánsstofnana námu 3.274,9 milljörðum króna í lok apríl og hækkuðu um 66,9 milljarða í mánuðinum. Þetta kemur fram í nýjustu hagtölum Seðlabankans.

Innlendar eignir innlánsstofnana námu 2.909,5 milljörðum króna og hækkuðu um 21,6 milljarða í mánuðinum. Erlendar eignir námu 365,4 milljarða króna og hækkuðu um 45,3 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir voru 2.196,7 milljarðar króna og hækkuðu um 47,2 milljarða í mánuðinum. Erlendar skuldir námu 446,9 milljörðum króna og hækkuðu um 55,6 milljarða í apríl.

Eigið fé innlánsstofnana nam 631,3 milljörðum króna í lok apríl og lækkaði um 35,8 milljarða í mánuðinum. Ný útlán námu 139,2 milljörðum króna í apríl, þar af eru verðtryggð lán 26,1 milljarðar, óverðtryggð lán 57,7 milljarðar, lán í erlendum gjaldmiðlum 49,6 milljarðar og eignaleigusamningar 5,9 milljarðar.