Heildareignir innlánsstofnaða lækkuðu um 24 milljarða króna frá júnímánuði og námu 2.815 milljörðum í lok júlí. Þetta kemur fram á Vísi.is í morgun og í hagtölum Seðlabankans.

Innlendar eignir höfðu lækkað um 20 milljarða og námu 2.528 á meðan erlendar eignir lækkuðu um 3 milljarða frá fyrri mánuði og námu 287 milljörðum króna