Eignir fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnsonar hafa verð kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eignirnar sem kyrrsetar voru eru að verðmæti 115 milljónir króna.

Ástæðan fyrir kyrrsetningu eignanna eru meint skattaundanskot Björns Inga en lögmaður hans, Sveinn Andri Sveinsson, segir að hann muni reyna að hnekkja kyrrsetningunni og hann telji þau rök sem liggja að baki hennar ekki halda vatni.

Rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst fyrr á þessu ári og snýr hún að peningatilfærslum hans sem áttu sér stað þegar Björn Ingi átti DV.