Eignir eins þekktasta fjárfestis í heimi, Warren Buffett, jukust um 37 milljónir dala, því sem nemur 4,3 milljörðum króna íslenskra króna, á hverjum degi í ár. Þetta segir greiningarfyrirtækið Wealth-X og UBS í nýrri skýrslu. Upphæðin jafngildir því að eignir hans hafi aukist um 180 milljónir króna á hverri klukkustund.

Eignir Buffetts hafa aukist mest af öllum, það sem af er árinu. Þær hafa aukist um 12,7 milljarða dala það sem af er ári. Þar á eftir kemur Bill Gates, en eignir hans hafa aukist um 11,5 milljarða dala.

Bill Gates er aftur á móti ríkari en Buffett. Eignir hans eru metnar á 72,6 milljarða dala en eignir Buffetts eru metnar á 59,1 milljarð dala.

Washington Post greinir frá.