Eign­ir tón­list­ar­manns­ins Dav­id Robert Jo­nes, eða Dav­id Bowie, eru metn­ar á um 100 millj­ón­ir Bandaríkjadala, eða jafn­v­irði um 13 millj­arða króna.

Iman, eiginkona Bowie, mun erfa íbúð í New York og um helming eignanna. Tvö börn Bowies munu erfa hinn helm­inginn. Cor­inne Schwab, aðstoðarkona Bowie, fær tvær milljónir dala og fyrrverandi barnfóstra hans fær eina milljóna dala.

Þetta kem­ur fram í erfðaskrá hans sem hefur verið birt fyr­ir dómi í New  York.

Í erfðaskránni kem­ur fram að Bowie vilji láta dreifa ösku sinni í Balí sam­kvæmt reglum búddista.