Heildareignir innlends efnahagsgeira nemur 1.173% af  landsframleiðsla en á sama tíma nema fjárskuldbindingar 1.449% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofunnar.

Af fjárskuldbindingum nema hæst fjárskuldbindingar annara en fjármálafyrirtækja og fjárskuldbindingar fjármálafyrirtækja í slitameðferð.

Fjáreignir og –skuldbindingar fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja jukust hratt 2005–2007, en hafa dregist mikið saman og náð ákveðnu jafnvægi á undanförunum árum.

Heildarfjáreignir lífeyrissjóða námu 2.928 mö. kr. í árslok 2014 eða 147% af landsframleiðslu.

Fjáreignir heimila stóðu í 3.981 mö. kr. í árslok 2014 en heildarfjárskuldbindingar þeirra voru 1.919 ma. kr. á sama tíma. Af fjáreignum heimilanna telja lífeyrisréttindi hæst eða tæplega 2.897 ma. kr. í árslok 2014. Fasteignir eru ekki meðtaldar í þessum reikningi Hagstofunnar.