Eignir eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) hafa farið úr 490 milljörðum í 200 milljarða á sex árum, en búist er við því að efnahagsreikningurinn muni lækka um 70 milljarða í viðbót og verði þá 130 milljaðrar. Eignasafnið hefur þá minnkað um 360 milljarða á sex árum. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum, fylgiblaði Morgunblaðsins, nú í morgun.

Við stofnun ESÍ í lok árs 2009 var eignasafnið um 490 milljarðar en það hefur minnkað jafnt og þétt. Nýlega var undirritaður samningur við Íbúðalánasjóð um kaup sjóðsins á skuldabréfum fyrir 70 milljarða króna. Ef að sú sala gengur eftir þá hefur efnahagsreikningur ESÍ lækkað um 73% á sex árum.

Þegar ESÍ var stofnað var eigið fé safnsins ein milljón króna. Haft er eftir Hauk C. Benediktssyni, framkvæmdastjóra ESÍ að eigið fé hafi verið 29 milljaðar króna í lok síðasta árs.

Seðlabankinn fjármagnaði ESÍ að fullu en eignasafnið hefur verið að greiða niður skuld við sína hjá Seðlabankanum. Haukur seir að greitt sé reglulega inn á lánið og ESÍ reyni að hafa eins lítið reiðufé og hægt er.