Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi 2015 nam 8.984 milljörðum króna og hafði aukist um 349 milljarða frá fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar segir að meginhluta aukningarinnar megi rekja til aukningar á seðlum og innistæðum um 169 milljarða króna og hlutafjáreign um 111 milljarða. Heildarskuldir fjármálafyrirtækja námu 9.030 milljörðum króna og var nettó fjármunaeign fjármálafyrirtækja neikvæð um 45 milljarða.

Fjármálareikningar eru nú í fyrsta skipti unnir samkvæmt nýrri aðferðafræði sem byggir á staðli AGS um hagtölur. Fyrirtæki í slitameðferð eru ekki með í birtum tölum frá og með öðrum ársfjórðungi 2011 en á þriðja ársfjórðungi 2011 var einungis eitt fjármálafyrirtæki sem enn var með starfsleyfi frá FME.