Svissnesk stjórnvöld hafa fryst eignir Muammar Gaddafi, Líbýuforseta, og Hosni Mubaraks, fyrrum forseta Egyptalands, auk Zine al-Abidine Ben Ali, fyrrum forseta Túnis, að andvirði um 830 milljóna svissneskra franka, um 1 milljarð Bandaríkjadala. BBC greinir frá þessu og segir að þar af séu eignir Gaddafis um 360 milljónir franka.

Haft er eftir Micheline Calm-Rey, fjármálaráðherra landsins, að hér sé um að ræða bæði bankainnistæður og fasteignir. Eignirnar hafi verið frystar í janúar og febrúar og ný stjórnvöld í bæði Túnis og Egyptalandi hafi óskað eftir því að frystingunni yrði aflétt en hafi ekki tekist að sýna fram á að fjárins hafi verið aflað löglega.