Heildareignir Kaupþing - nú KB banka eftir sameiningu við Búnaðarbankann - hafa 600 faldast frá árinu 1996, en þá var Sigurður Einarsson starfandi forstjóri. Hann var síðan ráðinn formlega forstjóri árið 1997.

Í Viðskiptablaðinu í dag er fjallað ítarlega um kaup KB banka á FIH bankanum. Ljóst þykir að KB banki hafi gert ágæt kaup og nú er svo komið að heildareignir bankans eru nánast jafnmiklar og heildareignir íslensku bankanna þriggja, Landsbanka, Íslandsbanka og KB banka, um síðustu áramót. Eftir kaupin á FIH eru nema eignir KB banka um 1350 milljörðum króna sem er 35% meira en samtala eigna hinna bankanna tveggja.

Sjá nánar um málið í Viðskiptablaðinu í dag.