Framtaldar eignir heimilanna námu 3.380 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 20% frá fyrra ári. Fasteignir heimilanna töldust 2.377 milljarðar að verðmæti eða um 70% af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 15,8% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 2,4%. Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.348 milljörðum króna í árslok 2007 og höfðu þær vaxið um liðlega 21% frá árinu 2006. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa jukust um 19,2%, og námu 840,5 milljörðum króna. Skuldir vegna íbúðarkaupa námu 35,4% af verðmæti þeirra og hafði það hlutfall hækkað um eina prósentu frá fyrra ári.

Aldrei jafn mikil hækkun útsvars

Gjaldendur útsvars eru 256.777 fyrir árið 2007 og fjölgar um 4,4% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 11,8% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki. Hækkunin hefur aldrei áður orðið jafn mikil að óbreyttri útsvarsprósentu.