Um 260 þúsund króna tap varð af rekstri hvala­safns­ins á Fiskislóð á ár­inu 2014 sam­kvæmt árs­reikn­ingi fé­lags­ins IWE ehf., sem held­ur utan um rekst­ur safns­ins,fé­lagið hef­ur ekki skilað árs­reikn­ingi fyr­ir síðasta ár. Frá þessu var greint á síðu mbl.is í dag.

Safnið var opnað í fe­brú­ar 2015 og nær því árs­reikn­ing­ur­inn til þess tímabils þar sem unnið var að upp­setn­ingu á sýn­ing­unni.

All­ur kostnaður vegna sýn­ing­ar­inn­ar og upp­setn­ingu henn­ar var eign­færður á ár­inu 2014 en sam­kvæmt árs­reikn­ingi nema eign­ir fé­lags­ins sam­tals 349 millj­ón­um króna. Þar af eru var­an­leg­ir rekstr­ar­fjármun­ir metn­ir á 225 millj­ón­ir króna. Óefn­is­leg­ar eign­ir eru metn­ar á 98 millj­ón­ir króna.

Skuld­ir fé­lags­ins námu í árs­lok 249 millj­ón­um króna og eigið fé fé­lags­ins nam í árs­lok 99,7 millj­ón­um króna sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi, en þar af nem­ur hluta­fé fé­lags­ins 69,1 millj­ón króna.