Fjárfestar hafa nú innleyst fjármagns úr fjárfestingarsjóðnum Pimco í 30 mánuði í röð. Heildareignir í stýringu er komnar í 93,7 milljarða Bandaríkjadala en náðu hámarki í 293 milljörðum dala í apríl 2013. Bloomberg greinir frá.

Fjárfestar innleystu 1,6 milljarð dala í október en þetta er lægsta upphæð síðan í júlí 2014. Þáverandi framkvæmdastjóri, og stofnandi Pimco, Bill Gross, sagði af sér í september 2014 en eftir það kepptust fjárfestar við að losa eignir sínar úr sjóðnum.

Sjóðurinn hefur skilað 1% ávöxtun á þessu ári, en það er betri ávöxtun heldur en 74% sambærilegra sjóða.