Útlánasafn Íbúðalánasjóðs er mögulega ofmetið um 40 milljarða. Þetta kemur fram í skilabréfi starfshóps um stöðu og horfur um efnahag Íbúðalánasjóðs. Þar er vísað í mat IFS greiningar á áhættu og eiginfjárþörf ásamt tillögum að aðgerðum sem fyrirtækið vann fyrir sjóðinn.

Í skilabréfinu kemur einnig fram að rekstur sjóðsins sé ekki sjálfbær og að talið sé að halli á rekstr hans gæti á næstu árum verið um 3 milljarðar króna á ári.