Seðlabankinn greinir frá því í dag að eignir innlánsstofnana námu 3.223,5 ma.kr. í lok ágúst og hækkuðu um 9,2 milljarða kr. í mánuðinum.

Innlendar eignir innlánsstofnana námu 2.791,2 milljarða kr. og hækkuðu um 20,5 milljarða kr. í mánuðinum. Erlendar eignir námu 432,3 ma.kr. og lækkuðu um 11,3 ma.kr. í mánuðinum.

Innlendar skuldir hækkuðu um um 2,8 ma.kr í mánuðinum og standa í 2.409 ma.kr. Erlendar skuldir hækkuðu einnig í mánuðinum, en þær standa í 204 ma.kr. og hækkuðu um 115 m.kr.

Eigið fé innlánsstofnana nam 610,6 ma.kr. í lok ágúst og hækkaði um 6,2 ma.kr. milli mánaða.