Eignir Íslendinga í þekktu skattaskjólunum Tortóla (Bresku Jómfrúareyjarnar), Cayman-eyjum, Kýpur, Mön, Jersey, Guernsey og Máritíus jukust um 43% á árinu 2009, eða um 56,7 milljarða króna.

Mestu munar um að íslenskar eignir á Cayman- eyjum hafa farið úr því að vera um 400 milljónir króna í árslok 2008, í að nema 58,3 milljörðum króna um síðustu áramót.

Þessi gríðarlega mikli munur skýrist að mestu með því að Seðlabanki Íslands hefur ekki áður haft aðgang að upplýsingum um fjármunaeign Íslendinga á Cayman-eyjum. Einungis lítinn hluta aukningarnar má rekja til veikingar íslensku krónunnar sem féll um 7% á árinu 2009.

Því er ljóst að þekktar eignir Íslendinga í skattaskjólum jókst verulega að raunvirði á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabanki Íslands hefur tekið saman um beina fjármunaeign Íslendinga erlendis.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .