*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 27. apríl 2014 09:45

Eignir kröfuhafa hafa hátt tímagildi

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir að slitameðferð verði ekki lokið nema með nauðasamningi eða gjaldþrotaskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Peningarnir í slitabúum föllnu bankana eru farnir að hafa meira og meira tímagildi fyrir kröfuhafana. Sem dæmi, þá má í tilfelli Glitnis gera ráð fyrir að allar eignir búsins verði komnar yfir í laust fé eftir tvö og hálft ár og miðað við 15% ávöxtunarkröfu þýðir það að hvert ár í bið við það að fá fjármuni út úr þessum slitabúum eru í kringum 90 milljarðar – bara fyrir Glitni – og það er svipuð upphæð fyrir Kaupþing. Þetta getur fljótt orðið að mjög háum fjárhæðum,“ segir Benedikt Gíslason og á þar við kostnað kröfuhafa verði þrotabú föllnu bankanna ekki gerð upp.

Benedikt, sem er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám gjaldeyrishafta á fundi á vegum efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á miðvikudaginn. Benedikt hefur verið í sérstakri ráðgjafanefnd um afnám hafta á vegum ráðuneytisins. Á fundinum fór Benedikt yfir þá vinnu sem hefur átt sér stað við greiningu á leiðum til afnáms gjaldeyrishafta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.