Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.336,3 milljörðum króna í lok desember og lækkuðu um 34,2 milljarða í mánuðinum, samanborið við hækkun upp á 78,4 milljarða mánuðinn áður.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 25,7 milljarða króna í mánuðinum og námu 1.046,9 milljörðum króna í desemberlok.

Útlán til heimila námu 629,8 milljörðum króna í lok desember og lækkuðu um 7,9 milljarða milli mánaða.