Áætlaðar endurheimtur á eignasafni Landsbankans eru nú 1.245 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar 31. mars síðastliðinn. Hins vegar voru allar kröfur festar gagnvart gengi krónunnar 22. apríl síðastliðinn til að lágmarka gengisáhættu í uppgjöri við kröfuhafa. Miðað við það eru eignir upp í kröfurnar metnar 1.300 milljarðar króna. Forgangskröfur eru sagðar 1.319 milljarðar. Eignirnar nema því tæplega 99% af forgangskröfum.

Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi skilanefndar Landsbankans sem fer nú fram á Nordica hótels. Hækkun á eignasafninu á fyrsta ársfjórðungi 2011 nemur 70,1 milljarði króna. Þar af eru gengisáhrif 33,3 milljarðar króna en raunbreyting á eignum 36,8 milljarðar (sem er 3% raunaukning).

Verðmæti útlána minnkar

Á fyrsta ársfjórðungi breyttist verðmæti útlána og krafna um 35 milljarða króna. Gengisáhrif vega upp þetta bókfærða tap um 7 milljarða króna. Hins vegar jókst verðmæti sjóðs, sem reiðufé bankans tilheyrir, um 36 milljarða króna. Áhrif gengisbreytinga á sjóðsstöðuna nam 10,4 milljörðum króna.