Eignir landsmanna jukust um 2,1% í ágúst samkvæmt eignaverðsvísitölu KB banka sem mælir breytingu á eignum landsmanna í fasteignum og verðbréfum. Mestar voru hækkanir á hlutabréfaverði eða 9% en vísitala fasteignaverðs lækkaði um 1,3% sem dró úr áhrifum hækkandi hlutabréfaverðs.

Síðastliðna 12 mánuði hefur eignaverð hækkað um rúmlega 20%. Eignamyndun hefur aldrei verið jafn hröð og verið hefur að undanförnu en hraði eignaverðshækkana hefur verið um og yfir 20% frá síðastliðnu hausti. Mestar hækkanir voru í apríl er eignaverð hækkaði um 25% frá sama tíma árið áður. Að öllum líkindum mun sá mikli hraði sem verið hefur á hækkun eignaverðs halda áfram en miklar hækkanir hafa verið á hluta- og skuldabréfamarkaði í september. Líklegt er einnig að hækkanir á fasteignaverði muni halda áfram á næstu mánuðum í kjölfar nýju fasteignalánanna.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.