Erfitt efnahagsástand í heiminum á síðasta ári hafði í för með sér meira tap hjá lífeyrissjóðum  en þekkst hefur um margra ára skeið og féll heildarverðmæti eigna lífeyrissjóða um 18% árið 2008 samkvæmt rannsóknum International Financial Services London (IFSL).

Í skýrslu IFSL,  Pension Markets 2009, kemur fram að á árinu 2008 hafi verið neikvæð ávöxtun hjá lífeyrissjóðum í flestum löndum og að flestir eignaflokkar hafi fallið í verði. Meðalávöxtun hjá sjóðum í OECD löndum var samkvæmt   skýrslunni neikvæð um 19% fyrstu 10 mánuði ársins 2008. Greint er frá skýrslunni á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.