Um 10% aukning varð á eigum lífeyrissjóðanna á síðasta ári  miðað við eignir í árslok 2006. Eignir námu alls rúmlega 1.647 milljarða króna í lok desember síðastliðnum miðað við 1.501 milljarða króna í árslok 2006. Aukningin nemur því um 146 milljarða króna.

Mesta aukningin var í íbúðabréfum 22,4%.  Sjóðfélagalán hafa aukist um 20,4% á umræddu tímabili og nema nú lán til sjóðfélaga um 8,0% af heildareignum sjóðanna. Heldur dró úr aukningu á innlendum hlutabréfum og erlendri verðbréfaeign vegna lækkunar á verðbréfamörkuðum síðustu mánuði ársins. Seðlabanki Íslands tók saman þessar upplýsingar sem birtust á vef Landssambands lífeyrissjóða.