Um 23% aukning varð á eigum lífeyrissjóðanna á síðasta ári miðað við eignir í árslok 2005. Eignir námu alls rúmlega 1.496 milljarða króna í lok desember síðastliðnum miðað við tæplega 1.220 milljarða króna í árslok 2005. Aukningin nemur því um 277 milljarða króna.

Mesta aukningin var í erlendum verðbréfum eða 48,3%%. Sjóðfélagalán hafa aukist um 18,5% á umræddu tímabili og nema nú lán til sjóðfélaga um 7,3% af heildareignum sjóðanna. Seðlabanki Íslands tók saman þessar upplýsingar sem greint er frá á vef Landssambands lífeyrissjóða.