Samkvæmt efnahagsyfirliti Seðlabankans námu eignir lífeyrissjóðanna 1.110 milljarða króna í lok ágúst síðastliðins. Aukningin nemur rúmlega 123 milljörðum króna eða 12,5%. Erlendar eignir sjóðanna námu 264 milljörðum króna eða 23,8% af heildareignum. Hlutfall erlendra eigna í árslok 2004 nam hins vegar 22,1% og nemur aukningin tæplega 80 milljörðum króna.

Sjóðfélagalán námu í ágústlok rúmlega 90 milljörðum króna eða um 8,1% af heildareignum. Sambærilegar tölur í árslok 2004 voru rúmlega 86 milljarðar kr. eða um 8,8% af eignunum.  Sérstaka athygli vekur að innlend hlutabréfaeign hefur vaxið um 28,9% frá árslokum 2004 eða um tæplega 37 milljarða króna enda hefur úrvalsvísitalan hækkað um 38% frá áramótum.