Hrein eign lífeyrissjóðanna í lok nóvember sl. var 1.839,5 milljarðar króna samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Nam hækkun frá fyrri mánuði 41,2 milljörðum króna eða um 2,2%.

Í nóvember hækkaði innlend verðbréfaeign um tæpa 62 milljarða. Hækkunina má að stórum hluta rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða á Íbúðarbréfum um 50 milljarða. Erlend verðbréfaeign lækkaði í nóvember um 27 milljarða króna. Sé miðað við nóvember 2009 hefur hrein eign lífeyrissjóða hækkað um 144,8 milljarða eða 8,3%.