Eignir lífeyrissjóðanna íslensku jukust um tæpa 200 milljarða á milli nóvemberloka 2004 til nóvemberloka 2005. Óvenjumikil hækkun varð á eignum lífeyrissjóðanna í nóvember síðastliðnum en ljóst er að eignir lífeyrissjóðanna ávaxtast vel þessi misserin. Er talið að þær verði komnar í 1200 milljarða miðað við síðustu áramót

Í frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða kemur fram að eignirnar jukust úr 1.127 milljörðum kr. í lok október 2005 í 1.169 milljarða kr. í lok nóvember eða um 42.5 milljarða kr., sem er 3,8% aukning á einum mánuði.

Heildareigir lífeyrissjóðanna námu 970.619 milljörðum króna í lok nóvember 2004, sem jafngilti um 17,8% aukningu miðað við lok árs 2003.