Samkvæmt efnahagsyfirliti Seðlabanka Íslands námu eignir lífeyrissjóðanna 1.007.690 m. kr. í lok febrúar s.l. Þar af námu námu erlendar eignir sjóðana um 228.642 m. kr., sem er um 22,7% af heildareignum. Ekki var búist við að heildareignir lífeyrissjóðanna næðu 1.000 milljörðum króna fyrr en í þessum mánuði, en verðmætisaukning innlendra hlutabréfa á fyrstu mánuðum þessa árs flýtti fyrir þessari þróun.

Í frétt á vef Landssambands lífeyrissjóða er bent á að innlend hlutabréf námu alls um 146.296 m.kr. í febrúarlok, eða um 14,5% af eignum og nemur aukningin frá áramótum 19.060 m.kr. Heildareignir lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum var alls um 127.236 m.kr. í lok síðasta árs eða um 13,1% af heildareignum. Hlutfall erlenda hlutabréfa er hins vegar sviapð frá áramótum til febrúarloka á þessu ári eða úr 22,2% í 22,7%.

Mikil lækkun varð á húsbréfaeign eða úr 73.903 m.kr. um áramót í 50.210 m.kr. í lok febrúar, sem má rekja til aukaúrdráttar Íbúðalánasjóðs á húsbréfum. Á móti kemur að eign sjóðanna í Íbúðabréfum jókst á sama tíma úr 95.872 m.kr. í 111.539 m.kr. Sjóðfélagaánin námu alls 88.890 m.kr. í lok febrúar s.l. sem er 8,8% af heildareign. Sjóðfélagalánin námu alls 88.470 m.k.r í loks síðasta árs eða um 9,1% af heildareignum sjóðanna. Um nokkurn samdrátt á sjóðfélagalánum er að ræða sem hlutfall af eignum sjóðanna, sem er þó minni en á síðari hluta síðasta árs.

Byggt á frétt á www.ll.is