Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.242 milljörðum króna í lok júlí 2012 og hafði hún þar með hækkað um 3,2 milljarða króna frá júní eða 0,1%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.650 milljörðum króna í lok júlí og hafði með því hækkað um 18,7 milljarða króna á milli mánaða. Innlend hlutabréf hækkuðu um rúma 8 milljarða og íbúðabréf um tæpa 5 milljarða.

Þá kemur fram að erlend verðbréfaeign stóð í 482 milljörðum króna í lok júlí og hafði þar með lækkað um 11,6 milljarða króna frá júní en erlend hlutabréf og hlutabréfasjóðir lækkuðu um tæpa 10 milljarða á tímabilinu. Þá lækkuðu innlán lífeyrissjóða um 4,3 milljarða króna og námu í lok júlí 158,6 milljörðum króna